Lífið á Siglufirði

Jón Garðar Steingrímsson

Jón Garðar Steingrímsson sá ekki fyrir sér að búa á æskustöðvunum, Siglufirði, þegar hann yrði fullorðinn. Hann taldi sig alfarinn þegar kom að menntaskólaárunum. En örlögin gripu í taumana. Hann sneri heim úr doktorsnámi í Þýskalandi með flogaveikt ungbarn í faðm stórfjölskyldunnar. Hann hafði þá ekki endilega búist við að flytja aftur til Íslands, hvað þá Siglufjarðar. Hann fékk starf við hæfi hjá líftæknifyrirtækinu Genís og hefur ekki efast um ákvörðunina um að snúa heim. Hann segir tvennt ólíkt að búa í bænum nú en var þegar hann ólst upp enda uppbyggingin verið mikil síðustu ár.“

Þetta segir í kynningu á þættinum Morgunútvarpið á Rúv í morgun, nánar tiltekið á Rás 2, en þá var hringt í Jón Garðar og spjallað við hann. Hér er hægt hlusta á viðtalið.

Mynd (úr safni): Kristín Sigurjónsdóttir. Birt með leyfi.
Texti: Morgunútvarpið / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]