Lífið á Siglufirði fyrir áttatíu árum


Hin þekkta Íslandskvikmynd Andreas M. Dam frá sumrinu 1938 er nú aðgengileg á vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar. Stór hluti myndarinnar sýnir síldveiðar fyrir Norðurlandi (hefst 23:17) og síldarvinnslu á Siglufirði (hefst 30:15). Athygli vekur hve söltunarmyndirnar eru skýrar og sýna vel lífið á Siglufirði fyrir átta áratugum. Bent hefur verið að „ræsarinn“ í myndinni sé Kristinn Möller (Bassi) og að konan sem birtist í glugganum sé Unnur systir hans. Skólastjórinn sem nefndur er sem matsmaður mun vera Friðrik Hjartar skólastjóri Barnaskóla Siglufjarðar.

Mynd: Skjáskot úr kvikmyndinni.
Texti: Jónas Ragnarsson │ jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is