Lífið á Sigló


Siglfirðingafélagið og Vildarvinir Siglufjarðar hafa látið setja myndefni frá Ólafi Ragnarssyni við lag sem sumarið 2010 var tekið upp vegna Síldarævintýris. Höfundur þess er Gylfi Ægisson. Textann gerði undirritaður. Miðaldamenn sáu um undirleik og bakraddir og var sá partur tekinn upp í Shellhúsinu niðri á Eyri en söngur Ragnars Bjarnasonar í hljóðveri Vilhjálms Guðjónssonar í Reykjavík. Eftirminnilegust eru orð dóttur minnar, Margrétar, sem þá var ekki há í loftinu, 4 ára, en fékk að fylgjast með upptöku á söngnum syðra, með því skilyrði að segja ekki orð á meðan, til að trufla ekki upptökuna. Þetta tók eina klukkustund eða tvær, og inni var þröngt, bara einn sófi til að sitja í og í honum voru margir, en þegar allt var yfirstaðið og út var komið fékk sú stutta málið og sagði stutt og laggott: „Þetta var hundleiðinlegt lag sem gamli kallinn var að syngja.“ Hún hefur reyndar alltaf sagt skoðun sína umbúðalaust og ég held að enginn breyting verði á því úr þessu. Sjálfur talaði Ragnar eftir þetta alltaf um „lagið, þar sem allir Siglfirðingar eru nefndir“. Hann mundi ekki titilinn, blessaður, Lífið á Sigló, en gerði þetta frábærlega vel, eins og alltaf.

Lagið má heyra og sjá hér.

Mynd: Skjáskot úr téðu myndbandi:
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected] 

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]