Líf og fjör í nýja sundlaugargarðinum í Ólafsfirði


Nemendur 1. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar brugðu sér yfir til
Ólafsfjarðar í dag, seinnipartinn, og leyfðu foreldrum að koma með.
Tilgangurinn var sá að prófa rennibrautirnar og annað í nýja
sundlaugargarðinum.

Og þrátt fyrir kulda og trekk var ekki annað að sjá
en að ferðin hafi vakið mikla lukku, enda mannvirkið stórglæsilegt á að
líta.

Siglfirðingur.is fékk góðfúslegt leyfi til að mynda það sem fyrir augu bar.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is