Léttur hrollur í morgunsárið


Það var ekki laust við að færi örlítill hrollur um Siglfirðinga í morgun þegar litið var út, enda hafði snjólínan færst töluvert neðar en var í gær. Veðurspáin er samt ágæt og eitt kortið boðar jafnvel sól og heiðskírt þegar líður á dag, en þó reyndar ekki nema 3-5°C.

Á vedur.is er þetta að finna, okkur væntanlega til gleði:

Strandir og Norðurland vestra (í dag)

Hæg norðaustlæg átt, en hæg suðlæg átt á morgun. Bjart með köflum. Hiti 3 til 7 stig, en 5 til 10 á morgun.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: 
Hæg suðlæg átt. Skýjað og lítilsháttar súld á Suður- og Vesturlandi, en annars léttskýjað. Hiti 5 til 12 stig, en allvíða næturfrost á austurhluta landsins. Á föstudag: 
Suðaustan 5-10 m/s og lítilsháttar rigning eða súld suðvestan- og vestanlands. Hægari vindur annars staðar og bjartviðri. Heldur hlýnandi, en vægt næturfrost fyrir austan. 

Á

Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:
 Stíf suðaustlæg átt með rigningu, en mun hægari og bjart að mestu norðan- og austanlands. Hiti 8 til 15 stig.

Jebb.

Hólshyrnan var svona í bítið.

Og Gróuskarðshyrna og Hvanneyrarhyrnur þar ofar og til vinstri eins og hér sést.

Og hlíðar Syðri-Staðarhólshnjúks / Hestskarðshnjúks, vel gráar.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is