Leitin að Gústa


Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á morgun, 20. apríl, sumardaginn fyrsta, og að þessu sinni er yfirskrift dagsins bækur.

Í tilefni dagsins mun ég kynna og lesa valda kafla úr væntanlegri bók um Gústa Guðsmann sem ég hef unnið að í 15 ár. Kynningin fer fram í Bátahúsinu og hefst kl. 14.00. Að henni lokinni er gestum boðið að skoða bækur safnsins á efri hæð Bátahússins og þiggja léttar veitingar.

Síldarminjasafnið er opið þennan dag frá kl. 13.00 til 17.00 og er aðgangur ókeypis.

Mynd: Árni Jörgensen.
Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Veggspjald: Steinunn María Sveinsdóttir.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is