Leitað að aukaleikurum


Rvk. STUDIOS eru þessa dagana að leita að fólki á öllum aldri til þess að leika í sjónvarpsþáttunum Ófærð sem verða teknir upp veturinn 2014-2015. Á Siglufirði verða tökur frá miðjum janúar og fram í byrjun mars. Áhugasöm eru beðin um að senda tölvupóst með fyrirsögninni „SIGLUFJÖRÐUR“ á netfangið: aukaleikarar123@gmail.com. Hann þarf að innihalda fullt nafn, símanúmer og andlitsmynd af viðkomandi.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is