Leikur kattarins að músinni


Seinnipartinn í dag var stórleikur á Hólsvelli. Þar tók 4. flokkur
KS/Leifturs-kvenna á móti Völsungi frá Húsavík, sem fram til þess var í
efsta sæti riðilsins.

Skemmst er frá því að segja að stúlkurnar okkar
burstuðu andstæðinginn 7-2 og unnu sér með því rétt til að leika í
úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, sem ráðgert er að fari fram helgina
2.-4. september.

Að því er fram kemur á heimasíðu KS er verið að vinna í
því að fá úrslitakeppnina til Siglufjarðar. Þar munu eigast við fjögur
lið: FH, Fjölnir, KS/Leiftur og Völsungur.

Hér koma nokkrar myndir úr seinni hálfleik.

Völsungur í sókn.

Kristín Júlía skorar.

Staðan 5-1.

Sylvía Ósk hreinsar frá.

Heimastúlkur sækja.

Kristín Júlía með boltann.

Og aftur.

 

Hver segir að 13 sé óhappatala? Aníta Sara á hér þrumuskot í netið.

Staðan 6-1.

Sylvía Ósk í kröppum dansi.

Róbert þjálfari óvenju afslappaður.

Völsungssókn.

Sif með boltann.

Það var grátlegt að sjá að áhorfendur væru ekki fleiri en raun bar vitni.

Kristín Júlía enn og aftur.

Og Sif.

Mark (ekki samt Duffield) í uppsiglingu.

Og boltinn inni.

Staðan 7-1.

Dómarinn eitthvað að pæla.

Lokasóknin.

Leikurinn búinn og úrslitin ráðin.


Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is