Leikur í kvöld á Ólafsfjarðarvelli


Völlurinn á Ólafsfirði fær ekki langan tíma til að jafna sig eftir Nikulásarmótið, sem var einmitt nú um helgina, þegar um 700 keppendur mættu á svæðið ásamt þjálfurum og fylgdarmönnum, því í kvöld tekur meistaraflokkur á móti Aftureldingu. Þetta er fyrsti leikur í seinni umferð. Fyrri leikurinn endaði 3-3 þar sem Mosfellingarnir jöfnuðu í uppbótartíma. 

Leikurinn hefst klukkan 20.00 og eru Fjallbyggðingar hvattir til að skella sér á völlinn í góða veðrinu.

Áfram KF.

Mynd: Fengin af Netinu.


Texti: Þorvaldur Þorsteinsson
| thorvald@vis.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is