Leikur í dag, laugardag, við ÍH


Þá er komið að heimaleik við ÍH, það fer að styttast í annan endan á þessu Íslandsmóti en mikið er ennþá undir hjá KF. Gengi liðsins hefur verið mjög gott síðustu vikurnar, m.a. hafa strákarnir unnið þrjá heimaleiki í röð. Í þessum leikjum höfum við skorað hvorki meira né minna en 16 mörk, sem er hreint með ólíkindum. Það er ennþá möguleiki að fara upp um deild, en til þess þarf allt að renna með okkur.

Leikurinn við ÍH í dag hefst klukkan 14.00 á Ólafsfjarðarvelli og hvetjum alla til að mæta á völlinn og hvetja okkar stráka áfram.

Mikilvægur leikur er í dag á Ólafsfjarðarvelli kl. 14.00.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Þorvaldur Þorsteinsson | thorvald@vis.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is