Leikur að tungli


Þessa dagana ganga skemmtilegar
ljósmyndir fólks á milli í Netheimum,
þar sem tunglið er viðfangsefnið á kómískan hátt. Maðurinn á bak við
þessa snilldarhugmynd er franskur, Laurent Laveder að nafni,
áhugamaður um allt sem við kemur himingeimnum og eiginlega í orðsins fyllstu merkingu stjörnuljósmyndari. 

Flestar þessara mynda komu út í ljóðabók þar ytra í fyrra.

Sjá annars nánar hér.

Rétt er svo að minna á ofurmánann á laugardaginn kemur, 19. mars.

Myndir: Laurent Laveder.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is