Leikur á laugardag


Nú á laugardag, 3. september, verður leikur á Ólafsfjarðarvelli þegar Árborg kemur í heimsókn. Vel hefur gengið í síðustu heimaleikjum hjá KF, fjórir sigrar af fjórum mögulegum í seinni umferðinni. Vonandi halda strákarnir áfram á sömu braut um komandi helgi.

Það er ennþá tölfræðilegur möguleiki á að fara upp um deild en til þess þarf allt að ganga upp.

Leikurinn hefst klukkan 16.00.

Hvetjum alla til að mæta á næstsíðasta heimaleik KF þetta árið.


Mikilvægur leikur er framundan.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Þorvaldur Þorsteinsson | thorvald@vis.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is