Leikstjóri af siglfirskum ættum


Andrea Elín Vilhjálmsdóttir er annar af tveimur leikstjórum verksins „Velkomin heim“ sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir viku. Faðir hennar er Vilhjálmur Andrésson og móðir hennar Elín Björnsdóttir sem er fædd á Siglufirði árið 1952, dóttir Björns Ólafssonar og Hólmfríðar Steinþórsdóttur. Tvær systur Elínar búa á Siglufirði, Arnfinna (móðir listakonunnar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur) og Guðrún. Margir Siglfirðingar kannast við afa Elínar, Ólaf Gottskálksson, Óla Gosa.

Andrea er fædd árið 1989 og er með BA-gráðu í þjóðfræði frá Háskóla Íslands en hefur einnig lært um sviðslistir í Listaháskóla Íslands. Auk leikstjórnar er hún titluð dramatúrg og meðhöfundur leikverksins.

Sjá nánar hér.

Mynd: Af vefsíðu Þjóðleikhússins.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]