Leikskólinn heimsækir Bókasafn Fjallabyggðar


Í tengslum við dag íslenskrar tungu
hefur verið bókavika á Leikskóla Fjallabyggðar, bæði í Ólafsfirði (á
Leikhólum) og á Siglufirði (á Leikskálum). Af því tilefni fóru börn af
Skollaskál í heimsókn á Bókasafn Fjallabyggðar á Siglufirði í gærmorgun
og í dag voru svo þangað mætt í sömu erindagjörðum börn af Selskál ásamt
með börnum af Tröllahól í Ólafsfirði.

Nýr forstöðumaður safnsins, Rósa
Bjarnadóttir, tók þeim fagnandi og bauð þau öll velkomin. Að því búnu
létu gestirnir hendur standa fram úr ermum. Og ekki var annað að sjá en
að hin aðkomnu léku við hvurn sinn fingur, nytu þess vel sem hið nú glæsilega
bókasafn hafði upp á að bjóða, í sérstöku kósíhorni þeim ætluðum.

Hér koma nokkrar myndir frá því í gær og dag.

Börnin af Skollaskál mæta á bókasafnið í gærmorgun.

Rósa Bjarnadóttir tók vel á móti þeim.

Og þarna er svo hópurinn flotti.

Rósa Dögg spjallar við áhugasama lesendur.

Þarna má ýmislegt finna sér til dundurs.

Rósa Bjarnadóttir las fyrir þau sögu.

Og hér eru svo börnin sem komu í morgun, jafn flott og hin.

Þetta eru elstu deildir í Ólafsfirði og á Siglufirði, þ.e. af Tröllahól og Selskál.

Þarna er eitthvað spennandi.

Og nóg var af spilum af ýmsum gerðum.

Þessir piltar létu heillast af góðri bók.

Og þessir líka.

Horft yfir svæðið.

Þetta var líka vinsælt.

Annað sjónarhorn.

Þessi unga stúlka lét fara vel um sig og fletti einni skrímslabók eða svo í ró og næði.

Bókaormurinn fylgdist með úr efstu hillu, bersýnilega ánægður með þessa góðu heimsókn.

Einhverjar pælingar í gangi.

Og hér.

Rósa forstöðumaður á spjalli við unga fólkið.

Ys og þys.

Og einbeitnin leynir sér ekki.

Já, það er notalegt kósíhornið á bókasafninu.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is