Leikskólabörn í aðventuheimsókn í Siglufjarðarkirkju


Siglfirsk leikskólabörn komu í hina árlegu aðventuheimsókn í kirkjuna sína í
gær og fræddust um jólin og atburði sem þeim tengjast, m.a. vitringana
þrjá frá Austurlöndum – Kaspar, Baltasar og Melkíor. Fengu þau að sjá og koma við gull, reykelsi og myrru og finna
ilminn af tveimur síðastnefndu efnunum.

Svo var auðvitað sungið.

Hér má sjá hópinn flotta.

Þetta eru börn af tveimur eldri deildum leikskólans, Selskál og Skollaskál.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is