Leikskólabörn heimsækja Siglufjarðarkirkju


Ár hvert um þetta leyti fara börnin af Leikskálum í heimsókn í kirkjuna
sína til að fræðast um aðventuna og jólin og margt annað sem þarna er að
sjá og finna.

Og þetta gerðist einmitt í dag, nánar tiltekið kl. 10.30 í
morgun.

Þar var kveikt á fyrstu tveimur kertunum á aðventukransinum og
sungið lagið um þau, og nokkur fleiri heyrðust líka, eins og Í skóginum stóð kofi einn, Jólasveinar einn og átta og Bráðum koma blessuð jólin, og var tekið undir af krafti og hvergi slegið af.

Þetta var fríður hópur og vænn og bænum okkar til mikillar prýði og sóma.

Hér má sjá hópinn góða rétt fyrir brottför.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is