Leikið, sungið og dansað í Tjarnarborg í gær


Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar var haldin í Tjarnarborg í gær að viðstöddu fjölmenni þar sem rúmlega 50 þátttakendur kepptu í 28 atriðum. Flestir keppendur sungu en einnig voru sýnd dansatriði og spilað á hljóðfæri. Allir keppendur fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna auk þess sem veitt voru verðlaun, bæði fyrir hópatriði og einstaklingsatriði. Þeir keppendur sem hlutu verðlaun voru:

Hópar:

1. sæti    Vala Karen Ingólfsdóttir og Gabríela Rós Gunnlaugsdóttir.

2. sæti    Lóa Rós Smáradóttir og Snjólaug Anna Traustadóttir.

3. sæti    Júlía Birna Ingvarsdóttir, Jóhanna Ragnheiður Sigurbjörnsdóttir og Elísabet Alla Rúnarsdóttir.

Einstaklingar:

1. sæti    Sólveig L. Brinks Fróðadóttir/Sigríður Alma Axelsdóttir.

2. sæti    Þórunn Perla Jóhannsdóttir.

3. sæti    Janus Þorsteinsson Roelfs.

Frumlegasta atriðið: Götudansararnir (Aníta Ósk Logadóttir, Árni Bent Þráinsson, Dagbjört Rut Tryggvadóttir, Einar Breki Tómasson, Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir, Helga Dís Magnúsdóttir, Salka Björk Molina og Tinna Kristjánsdóttir).

Hér koma svo myndir frá gærdeginum.

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Guðrún Unnsteinsdóttir | gudunn@fjallaskolar.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is