Leika, alltaf leika


Leikfélag Ólafsfjarðar er að halda upp á fimmtíu ára afmæli sitt þess
dagana og af því tilefni höfum við hnoðað saman einu og öðru sem
félagið hefur sett á fjalirnar í gegnum tíðina. Leika, alltaf leika
heitir sýningin og er í samantekt og leikstjórn Ólafsfirðingsins
Guðmundar Ólafssonar leikara.

Þessi samantekt er öll á léttu nótunum,
mikið sungið og dansað og miðað við undirtektir á frumsýningu er þetta
hin besta skemmtun fyrir alla. Svo er það Siglfirðingurinn Sturlaugur
Kristjánson (Stúlli) sem sér um undirleik. En hann hefur áður spilað
fyrir félagið, það var þegar Síldin kemur og síldin fer var sett upp 1998.

 

Leikfélag Ólafsfjarðar hvetur alla
Fjallabyggðarbúa að koma og eiga skemmtilega kvöldstund saman í
félagsheimilinu okkar Tjarnarborg.

 

Næstu sýningar:

Föstudaginn 18. mars kl. 20.00.

Laugardaginn 19. mars kl. 20.00.

Ráðgert er að sýna aftur um páskana.

Miðapantanir eru hjá Helenu í síma 845-3216.

 

Þuríður Sigmundsdóttir,

formaður Leikfélags Ólafsfjarðar.

Hér koma nokkrar myndir.

Leikhópurinn í Kjarnorku og kvenhylli en það var fyrsta stykkið sem Leikfélag Ólafsfjarðar setti upp 1961.

Leikhópurinn í Leika, alltaf leika.

Hjónin Guðrún E. Víglundsdóttir og Sigmundur Agnarsson

 eru aldursforsetar sýningarinnar; hún er 71 árs og hann 69 ára

og er að
leika í fyrsta sinn.

Næstu myndir eru svo allar teknar eftir frumsýninguna.

Myndir: Aðsendar.

Texti: Þuríður Sigmundsdóttir.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is