Leiðréttingar á dagskrá Síldarævintýrisins


Nokkrar villur slæddust inn í prentaða dagskrá Síldarævintýrisins 2014 og er frá þeim greint á Facebooksíðu hátíðarinnar.

Þar segir orðrétt:

Því miður urðu villur í dagskránni hjá okkur, frekar saklausar þó!

En laugardaginn 2. ágúst er Sigló Open mótið í Golfi kl. 09:00 – en ekki Vodafone mót kl. 10:00.

Svo á föstudag og laugardag (1. og 2. ágúst) hafa á óskiljanlegan hátt ruglast merkingar á dans- og trommunámskeiðum. En réttar tímasetningar á námskeiðunum eru þessar: Dansnámskeið er á föstudegi frá kl. 17:15-18:30 og laugardegi frá kl. 15:15-16:30
. Trommunámskeið er á föstudegi frá kl. 16:00-17:15 og laugardegi frá kl. 14.00-15:15.

Sjá hér.

Mynd: Aðsend.

Texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is