Leiðindaveður

Það er skollið á leiðindaveður hér nyrðra en ekki langvinnt þó, að því er lesa má á vef Veðurstofu Íslands. Þessa stundina eru 13 m/sek í Héðinsfirði  og 17-18 m/sek í Almenningum.

Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: Norðaustan 13-20 með morgninum og snjókoma, fyrst vestantil en mun hægari og dálítil él seint í kvöld. Gengur í suðaustan 13-20 með snjókomu eða slyddu seinnipartinn á morgun. Frost 1 til 10 stig, en hlánar seint á morgun. Og fyrir Norðurland eystra: Norðlæg átt, 3-8 m/s og él, en norðaustan 10-18 og snjókoma undir hádegi. Mun hægari og él um miðnætti. Vaxandi suaustanátt á morgun, 13-20 undir kvöld og fer að snjóa. Frost 1 til 12 stig, en um frostmark undir kvöld á morgun.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | [email protected]