Led-perur settar í göngin


Þessa dagana er verið er að skipta um perur í styttri Héðinsfjarðargöngunum, þ.e.a.s. þeim sem ná frá Siglufirði og yfir í Héðinsfjörð og eru 3, 9 km löng. Lýsingin hefur til þessa verið lágþrýst natríum NaL sem gefur gul ljós en nýtir hins vegar rafmagn vel. Led-perurnar, sem verið er að setja í í staðinn, nýta rafmagn enn betur, að sögn Gísla Eiríkssonar hjá Vegagerðinni. Þær eru frá Philips.

„Nú er svo komið að það er um það bil verið að hætta að framleiða svona perur eins og við höfum verið að nota, og banna þær, í Evrópu a.m.k. Vegagerðin á um 40 km af slíkri lýsingu í göngum sem þarf eitthvað að breyta. Það er víst mikið til af svona ljósum í heiminum og það er farið að framleiða Led-perur sem passa í þau. Vegagerðin setur þessar perur upp í styttri göngum í Héðinsfirði til prufu, um 220 ljós. Það þarf að skipta um ákveðinn búnað í hverju ljósi, taka „startarann“ fyrir NaL- peruna og setja einhvern „driver“ sem hentar Led-perunni. NaL-peran er 35W  en Led-peran 19W en ljósmagn um það bil það sama,“ sagði Gísli.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is