Lausfryst úrvalsrækja til sölu


Iðkendur Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar munu næstu daga ganga í hús og selja rækju til styrktar félaginu. Um er að ræða stóra úrvalsrækju sem er lausfryst og alveg sérstaklega bragðgóð. Hún kemur í 1 kg. pokum sem eru með rennilás þannig að auðvelt er að loka pokunum aftur. Verð á poka er 2.000 kr.

Vinsamlegast takið vel á móti iðkendum.

Einnig má panta rækju í síma 467-1265 (Brynja).

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is