Það munaði töluvert um r-ið


Bandarískur ferðamaður, nýlega lentur á Keflavíkurflugvelli í gær, átti pantað herbergi á Hótel Frón, við Laugaveg 22 í Reykjavík, en sló nafn götunnar inn í GPS-tæki sitt með -r- og stóð rúmum 5 klukkutímum síðar við dyr húss á Laugarvegi á Siglufirði og var að reyna að komast til botns í málinu. Dv.is (hér líka), Mbl.is, Nútíminn.is (hér líka) Rúv.is og Vísir.is hafa gert þessu nánari skil.

Á myndinni hér fyrir ofan er Laugarvegur 22 á Siglufirði. Reyndar knúði hann dyra að Laugarvegi 18, enda sagði tækið honum að þar væri hann kominn á leiðarenda.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]