Laufey Rún Aronsdóttir

Laufey Rún Aronsdóttir var færð til skírnar í Siglufjarðarkirkju í dag. Hún fæddist 18. júní síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Laufey Rún á tvær eldri systur, þær eru Bylgja Líf, fædd árið 2011, og Emilía Ólöf, fædd árið 2008. Foreldrar þeirra eru Særún Hlín Laufeyjardóttir og Aron Mar Þorleifsson, að Hvanneyrarbraut 64 á Siglufirði. Guðfeðgin eða skírnarvottar voru Ólöf Gréta Hansdóttir og Brynjar Heimir Þorleifsson.

Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með daginn.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.