Lárus sæmdur fálkaorðunni


Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, 1. janúar 2018, sæmdi forseti Íslands tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeirra á meðal var Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hlaut riddarakross fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Þetta má lesa á vefsíðu forsetaembættisins.

Lárus er Siglfirðingur, sonur Lárusar Þórarins Jósepssonar Blöndal (1912-2003), sem rak um áratuga skeið frá árinu 1937 Bókaverslun Lárusar Þ. J. Blöndal og Aðalbúðina hf. á Siglufirði, og Guðrúnar Sigríðar Jóhannesdóttur Blöndal (1923-2010).

Siglfirðingur.is óskar Lárusi og fjölskyldu hans innilega til hamingju.

Mynd: Af Mbl.is.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is