Langþráður dagur á Síldarminjasafninu


Í dag var skrifað undir samning
Síldarminjasafnsins við menntamálaráðuneytið. Katrín Jakobsdóttir
ráðherra og Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri komu gagngert til
Siglufjarðar með samninginn og skrifaði Guðmundur Skarphéðinsson
formaður safnstjórnar undir ásamt ráðherra. Samningurinn er til tveggja
ára og kveður á um hlutverk safnsins á landsvísu. Þar er lýst mjög
metnaðarfullum markmiðum og í fullu samræmi við reynsluna og þau áform
sem forráðamenn safnsins hafa kynnt fyrir landsstjórnendum. Að baki
þessum sérstæða samningi sem undirritaður er á kreppu- og
niðurskurðartímum er mjög breið og þverpólitísk samstaða.

Safnstjórn og starfsmenn safnsins lýsa
yfir mikilli ánægju með samninginn og telja marka tímamót þar sem
Síldarminjasafninu er tryggður rekstrargrunnur og ekki þarf lengur að
standa í eilífum sendingum á styrkumsóknum og slítandi ferðum á fund
fjárlaganefndarmanna og annarra áhrifamanna í þjóðfélaginu.

Frá undirrituninni í dag.

 

Rósa Margrét Húnadóttir þjóðfræðingur á Síldarminjasafninu

og Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri Fjallabyggðar

vottuðu undirskriftirnar.


Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Örlygur Kristfinnsson | safn@sild.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is