Langeyrarhólminn


Engin fuglahljóð heyrast í Langeyrarhólmanum þessa dagana, enda ungatíminn löngu búinn. Álftirnar eru þó hér enn, oftast að snudda á
tjörninni, en fara eflaust að síga á braut innan tíðar.

Hólminn var gerður í mars 2004 og sá Stefán Einarsson frá Siglunesi um
verkið. Megintilgangurinn var að laða hingað
álftir til varps en þær settust ekki upp þar fyrr en 2008. Árið áður
verptu þær hins vegar austan flugbrautarinnar.

Undirritaður tók strax á fyrsta ári að sér umsjón hólmans, með samþykki þáverandi bæjarstjóra, Runólfs Birgissonar, og endurnýjuðu umboði þess næsta, Guðmundar Guðlaugssonar. Til að byrja með var hey sett þangað út, til að reyna að lokka umrædda fugla til varps, en svo þegar það ekki gekk voru keypt grasfræ og ýmsar plöntur til að búa sem best í haginn fyrir verðandi íbúa þar.

Arnar Heimir Jónsson garðyrkjufræðingur aðstoðaði við að koma runnunum í jörð, 14. október 2004, en einhverju var svo bætt við – einkum íslenskum villigróðri – 5. júlí 2005. Flest af þessu lifir enn. Um 1 metra hárri birkihríslu, sem komið hafði verið fyrir milli steina, reif ein álftin þó í burtu eitt sumarið.

Farið var á hverju sumri til að setja lífrænan áburð á trjáplönturnar.

Æðarkolla átti fyrsta hreiðrið. Það var árið 2005. Síðan bættust fleiri þess kyns við.

Síðustu tvö sumur hefur hettumáfurinn verpt þar mikið, eftir að hafa forðað sér úr mýrinni þar sunnan við, vegna ágangs fólks.

Allmargar fuglategundir eiga sér þar athvarf um lengri eða skemmri tíma, þótt ekki séu þær endilega verpandi.

Nú þætti mörgum eflaust snautlegt ef hólminn væri ekki þar sem hann er, enda er hann sannkölluð tjarnar- og fjarðarprýði. Að vísu er njóli farinn að vaxa þar um allt og hann þarf að fjarlægja áður en það verður um seinan.

Baldursbráin er nýjasti landneminn og ekkert nema gott um það að segja.

Hér koma nokkrar svipmyndir frá 2004-2010.

Framkvæmdir hafnar, 11. mars 2004.

12. mars 2004.

12. mars 2004.

12. mars 2004.

14. mars 2004.

24. mars 2004.

31. mars 2004.


31. mars 2004.

Þetta er 5. júní 2004. Búið að setja hey í moldarflagið.

Nokkru síðar var látið þar grasfræ að auki.


Arnar Heimir Jónsson garðyrkjufræðingur, 14. október 2004.


Gróðursetning hafin.

Strandavíðir, 6. júní 2005.

Urðarvíðir, 6. júní 2005.

Fyrsti landneminn, 6. júní 2005.


Birki til vinstri og skriðvíðir til hægri, fjær.


Orravíðir, 6. júní 2005.


Skriðvíðir, 6. júní 2005.

11. júní 2005.

Þann 5. júlí 2005 var ýmsum íslenskum villigróðri bætt við.

Hér má t.d. sjá grávíði og gulvíði.

Hér líka.

Gulvíðirinn kominn í jörð.

Og grávíðirinn.


6. júlí 2005.


28. júlí 2005.


10. október 2005.


3. apríl 2006.


24. maí 2006. Álftirnar mættar en ekkert gerðist fyrr en tveimur árum síðar.


10. febrúar 2008.


Og loksins 26. maí 2008.


Og svona leit hólminn út 14. júlí 2010, umvafinn baldursbrá.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is