Landnámið brotið til mergjar


Fimmtudaginn 25. september hófst fyrirlestraröð á vegum Miðaldastofu um landnám Íslands og mun hún standa í allan vetur. Meðal fyrirlesara verða sagnfræðingar, fornleifafræðingar, bókmenntafræðingar, málfræðingar og raunvísindamenn, sem munu fjalla um landnámið frá ýmsum hliðum. Þar á meðal verður dr. Ramona Harrison, sem 19. febrúar 2015 mun segja frá uppgreftinum á Siglunesi, sem hófst árið 2011, og greina frá helstu niðurstöðum. Það verður áhugavert.

?Hugmyndin er í raun að fá yfirlit yfir rannsóknir á þessu viðfangsefni
og þess vegna köllum við til sérfræðinga úr ýmsum greinum, býsna ólíkum,
eins og sjá má á dagskránni,? sagði Haraldur Bernharðsson,
forstöðumaður Miðaldastofu Háskóla Íslands, um þetta í viðtali við
Morgunblaðið í síðustu viku.

Sjá nánar hér.

Siglfirðingur.is mun reyna að fylgjast með þessu og auglýsa betur þegar nær dregur.

Stærri mynd hér.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is