Landanir úr skipum Ramma hf.


Á mánudaginn var landað úr Mánaberginu á Siglufirði að lokinni þriggja vikna veiðiferð skipsins í norsku lögsöguna í Barentshafi. Heildarafli af slægðum fiski úr sjó var 706 tonn og eins og fyrr á þessum veiðislóðum var langmest veitt af þorski en alltaf kemur eitthvað af ýsu með þar líka. Mánaberg hélt til veiða á heimamiðum í gær. Á morgun verður svo landað úr Sigurbjörgu. Heildarafli eftir fjögurra vikna veiðiferð er 655 tonn úr sjó, mest þorskur og karfi.

Sigurbjörg ÓF 1 við Hafnarbryggjuna í Siglufirði. Mynd úr safni.

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is