Landað úr Sigurbjörgu


Í gær var landað úr Sigurbjörgu ÓF 1 í Ólafsfirði, að því er fram kemur á heimasíðu Ramma hf. Veiði var 400 tonn eftir 22 daga túr og var aflinn blandaður – þorskur, ýsa, ufsi, karfi og grálúða. Nú er unnið að lokafrágangi á nýrri ljósavél og öðru smáviðhaldi en skipið heldur til veiða eftir sjómannadag.

Sjá hér.

Sigurbjörg á veiðum á hafi úti.

Mynd: Rammi hf.

Texti: Rammi hf. / Sigurður Ægisson | sae@sae.is


image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is