Kynslóðabilið brúað


Í gær fór 8. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar í heimsókn í Skálarhlíð,
dvalarheimili aldraðra á Siglufirði, og tók þátt í bingói og þáði
veitingar á eftir. Verðandi fermingarbörnum hefur verið boðið þangað
undanfarin tíu ár eða svo, og er tilgangurinn í og með sá að brúa þannig
kynslóðabilið, og að þessu sinni fengu þau að hafa bekkjarsystkin úr
Ólafsfirði með sér. Var ekki annað að sjá, en að yngri jafnt sem eldri hafi skemmt sér alveg konunglega enda röðuðust líka vinningar í báðar áttir.

Hér koma nokkrar myndir.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is