Kvöldstund í olíutankanum


Fyrsta kvöldstund Þjóðlagasetursins þetta sumarið verður í gamla olíutankanum við Síldarminjasafnið annað kvöld, 15. júní. Sérstakur gestur setursins þessa vikuna er hin magnaða svissneska fjöllistakona Rea Dubach. Rea mun ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni flytja spunaverk við langspilsleik í raftónlistarlegri útfærslu. Kvöldstundin hefst klukkan 20.00 og stendur yfir í um 40 mínútur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Mynd, plakat og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is