Kvöldferðir á Siglunes og/eða að Selvíkurvita


Í sumar hyggst nýstofnað ferðþjónustufyrirtæki Gests og Huldu, Topmountinering, bjóða upp á sólsetursferðir út á Siglunes þar sem gengið verður um nesið og náttúran og sögulegar minjar skoðaðar.

Ef farið er að Selvíkurvita er möguleiki að ganga upp Kálfsdalinn að Kálfsvatni og njóta ósnortinnar náttúru og kyrrðar og jafnvel hægt að fá sér sundsprett í vatninu.

Auk ferðanna, sem nefndar eru hér að ofan, er boðið upp á fjölbreyttar gönguleiðir eftir getu hvers og eins, t.d. gönguferðir eftir Nesskriðum, eftir Nesdalnum yfir Kálfsskarð og fleira.

Nánari upplýsingar í síma 898 4939og á heimasíðu fyrirtækisins http://topmountaineering.is/ og http://toptrip.is (sjá hnapp á forsíðu Siglfirðings.is.)

Hér fyrir neðan koma svo nokkrar myndir sem voru teknar í boðsferð út á Siglunes með þeim Gesti og Huldu fyrir stuttu síðan.

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is