Kvennasmiðjan auglýsir leirkvöld


Kvennasmiðjan auglýsir leirkvöld. Um er að ræða tvö kvöld, það fyrra verður þann 28. nóvember kl. 19.00-22.00, þar sem sköpunargáfan kemur í ljós og fallegir hlutir verða til í leir. Seinna kvöldið verður þann 5. desember kl. 19.00-22.00, þar sem við gerum alla fallegu hlutina frá fyrra kvöldinu enn fallegri.

Verð fyrir bæði kvöldin er 5.000 kr. og er innifalið í því leir, brennsla, málning og áhöld. Um að gera að gleyma amstri dagsins og eiga notalega kvöldstund í góðum félagsskap.

Endilega hafið samband  í síma 843-0665 (Katrín Drífa Sigurðardóttir) eða 869-4441 (Guðrún Hauksdóttir).

Kvennasmiðjan

Það er ýmislegt hægt að búa til úr leir.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is