Kveðið úr kirkjuturni


Í gær hófst flutningur íslenskra þjóðlaga úr turni Siglufjarðarkirkju, eins og verið hefur undanfarin þrjú sumur. Þar er um að ræða upptökur af söng félaga úr Kvæðamannafélaginu Rímu í Fjallabyggð á völdum kvæða- og sönglögum, sem spilaðar eru tvisvar á dag, kl. 12.30 og kl. 18.15. Alls er um að ræða sjö verk að þessu sinni. Hvert lag tekur nálægt einni mínútu í flutningi.

Hefur þetta vakið athygli bæjarbúa og þó sérstaklega ferðamanna og mælst vel fyrir.

Tæknilegur og faglegur ráðgjafi er Gunnar Smári Helgason.

Sjá líka hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]