Kveðið úr kirkjuturni


Á næstunni mun hefjast flutningur íslenskra þjóðlaga úr turni Siglufjarðarkirkju og hljóma til 1. október. Tekinn er upp sami háttur og í fyrra og hittifyrra þegar spilaðar voru tvisvar á dag, í hádeginu og síðdegis, upptökur af söng félaga úr Kvæðamannafélaginu Rímu í Fjallabyggð. Sá flutningur mæltist vel fyrir meðal margra og skýr hvatning kom fram um að þessu yrði haldið áfram. Sjónarmiðið er að þessi alþýðutónlist færi vel í bæ sr. Bjarna Þorsteinssonar þjóðlagasafnara og úr kirkjunni sem hann átti svo mikinn þátt í að byggð var. Valin kvæðalög og sönglög eru í annarri útgáfu en í fyrra og skipt verður um stef daglega. Tæknilegur og faglegur ráðgjafi er Gunnar Smári Helgason. Í bígerð er að setja upplýsingaskilti á Ráðhústorgið, þar sem unnt verður að lesa sér til um hvað þarna sé í gangi og hvers vegna.

Sjá líka hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is