Kveðið úr kirkjuturni


Í dag hófst flutningur íslenskra þjóðlaga úr turni Siglufjarðarkirkju. Tekinn er upp sami háttur og í fyrrasumar þegar spilaðar voru tvisvar á dag upptökur af söng félaga úr Kvæðamannafélaginu Rímu í Fjallabyggð. Sá flutningur mæltist vel fyrir meðal margra og skýr hvatning kom fram um að þessu yrði haldið áfram nú í sumar. Sjónarmiðið er að þessi alþýðutónlist færi vel í bæ sr. Bjarna Þorsteinssonar þjóðlagasafnara og úr kirkjunni sem hann átti svo mikinn þátt í að byggð var.

Hvert lag tekur nálægt einni mínútu í flutningi kl. 12.30 og aftur kl. 18.15. Flytjendur eru Gústaf Daníelsson, Svanfríður Halldórsdóttir, Sigurður Hlöðvesson, Margrét Ásgeirsdóttir, Þorgeir Gunnarsson, Örlygur Kristfinnsson og nýir þátttakendur, Haukur Orri Kristjánsson og Hrafn Örlygsson, taka saman eina stemmu á föstudögum.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is