Kunnugleg andlit á ferðinni


Kunnugleg andlit hafa sést á ferðinni á Siglufirði undanfarna daga en tökur standa nú yfir á annarri þáttaröð sjónvarpsþáttarins Ófærðar. Alls starfa um 100 manns við tökurnar á Siglufirði. Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Ólafur Darri Ólafsson snúa öll aftur í hlutverkum lögregluþjónanna Hinriku, Ásgeirs og Andra. Þættirnir verða frumsýndir í Ríkissjónvarpinu að ári.

Mynd: Sigurður Ægisson| sae@sae.is.
Texti: Morgunblaðið.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is