Kristbjörn stýrir endurvinnslu

Pappírsverksmiðjan Ranheim Paper & Board endurvinnur helminginn af öllum bylgjupappa sem safnað er til endurvinnslu í Noregi. Verksmiðjan var stofnuð í lok nítjándu aldar og er í úthverfi Þrándheims (sjá hér). Á vefsíðunni Randheimsavisa er rætt við framkvæmdastórann sem er Siglfirðingurinn Kristbjörn Bjarnason. Hann er sonur Bjarna Sigurðssonar sjómanns og lögregluþjóns, sem kenndur var við Visnes, og Þuríðar Haraldsdóttur, yngstur fimm sona þeirra.

Kristbjörn kom til Ranheim fyrir hálfu öðru ári en hafði áður stýrt Nutrimar í Fröya, þar sem unnin voru prótein og fleira úr laxaafurðum. Þar áður kom Kristbjörn að kítínvinnslu á Íslandi.

Sá sem skrifar greinina á vefsíðuna gerir mikið úr lyktinni af kæstum hákarli sem Kristbjörn hafði fengið sendan að heiman.

Mynd: Skjáskot af Randheimsavisa.
Texti: Jónas Ragnarsson | [email protected].