Krílamót BYKO í blíðunni


Föstudaginn 31. júlí síðastliðinn fór fram krílamót BYKO í blíðskaparveðri á strandblaksvellinum við Rauðku á Siglufirði. Sjö pör mættu til leiks, á aldrinum 10-15 ára, og skemmtu sér konunglega í sandinum. Margir hörkuleikir voru spilaðir og sáust fjölmörg glæsileg tilþrif hjá ungviðinu okkar. Í lok móts fengu allir keppendur sundpoka og buff frá BYKO og ís frá Kjörís ásamt því að öll pörin fengu verðlaun.

Mótshaldarar vilja þakka eftirtöldum fyrirtækjum fyrir stuðninginn: BYKO, Kjörís, Höllinni Ólafsfirði, NIVEA, Siglósporti og Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.

 

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is