Krílaklæði


Hér í bæ eru saumuð einhver fallegustu barnaföt sem fáanleg eru á
Íslandi og þótt víðar væri leitað, að mati umsjónarmanns Siglfirðings.is. Á bak við hönnun þeirra og gerð
stendur Aldís Ólöf Júlíusdóttir, sem nýlega flutti til Siglufjarðar úr
Reykjanesbæ ásamt með fjölskyldu sinni. Sölusíða hennar nefnist
Krílaklæði.

Sjá t.d. hér og hér.

Aldís verður með borð fyrir vörur sínar á útimarkaðnum á Rauðkutorgi sem fyrirhugað er að halda á sunnudaginn kemur, 3. ágúst, og sem hefst kl. 12.00.

Við þangað.

Hér má líta nokkur Krílaklæði.

Algjör snilld.


Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is