Kría í Bátahúsinu


Fimmtudaginn 8. júní síðastliðinn afhentu Bjarni og Jónas Sigurjónssynir Síldarminjasafninu bátinn Kríu í minningu afa síns, Jónasar Jónssonar Long frá Ólafsfirði. Nú eru alls varðveittir tólf bátar í Bátahúsinu og Krían sá langelsti. Hún er hin glæsilegasta og hefur verið líkt við bát í þjóðbúningi – en hún var gerð upp á áttunda áratug síðustu aldar og hefur ekki verið siglt síðan.

Þetta segir á heimasíðu safnsins. Sjá nánar þar.

Mynd: Gunnlaugur Stefán Guðleifsson.
Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is