Kría á sterum


Þann 11. júlí síðastliðinn sást ránþerna (Hydroprogne caspia) í Siglufirði, hélt meðal annars til við Langeyrartjörnina. Um er að ræða stærstu þernutegund í heimi, sem aldrei áður hafði sést á Íslandi, svo vitað sé. Í útliti og atferli minnir hún á kríu, fyrir utan það að fætur eru svartir, en ekki rauðir. Stærðin er hins vegar í líkingu við silfurmáf, lengdin 48-60 cm og vænghafið 127-145 cm. Þetta er sumsé mikið flykki.

Fólk er vinsamlegast beðið um að láta undirritaðan vita hafi það séð fuglinn.

Hér er hlekkur á myndband, þar sem sjá má ránþernu á veiðum.

Myndir: Fengnar af Netinu.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is