Krakkamót í strandblaki


Fimmtudaginn næstkomandi, 28. júlí, fer fram krakkamót í strandblaki á strandblaksvellinum á Siglufirði. Mótið hefst kl. 15.00 og munu krakkarnir spila strandblak eitthvað fram eftir degi. Allir keppendur fá verðlaunapening og glaðning fyrir þátttökuna en þátttökugjaldið er 2.000 krónur á keppanda. Tveir, tvær eða tvö eru saman í liði og skáning og nánari upplýsingar eru hjá Önnu Maríu í síma 699-8817.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is