Strandblak fyrir krakka


Skráning er hafin á krakkanámskeið í strandblaki. Kennt verður fimmtudaginn 16. júlí, þriðjudaginn 21. júlí, fimmtudaginn 23. júlí og mánudaginn 27. júlí. Alls fjórar æfingar í 75 mínútur í senn (fyrri hópur kl. 16.00-17.15 og seinni hópur kl. 17.15-18.30).

Aldur: krakkar fæddir 2002-2007 (8-13 ára). Námskeiðsgjald: 5.000 krónur. Skráning á námskeiðið er hjá Önnu Maríu (699-8817 og á [email protected]). Við hvetjum byrjendur sem lengra komna til að skrá sig.

Þriðjudaginn 28. júlí fer svo fram Krakkablaksmót í Strandblaki og er keppnisgjaldið 1.000 krónur. Nánar um það þegar nær dregur.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]