Krafa um hljóðvarpsútsendingu í Héðinsfjarðargöngum


?Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um öryggismál í jarðgöngum hér á landi. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag voru lagðar fram upplýsingar um kostnað við að koma upp hljóðvarpsútsendingum í Héðinsfjarðargöngum,? segir Timinn.is í dag.

?Lagðar voru fram upplýsingar frá Mannvirkjastofnun þar sem kemur fram að
krafa sé gerð um að útvarp sé í slíkum göngum sem vaktaðili geti talað
inn á ef þörf er á.

Á fundinum samþykkti bæjarráð að beina þeim tilmælum til Vegagerðar ríkisins að úr þessu verði bætt, þar sem um er að ræða öryggi vegfarenda og felur bæjarstjóra einnig að taka málið upp við þingmenn kjördæmisins.?

Sjá fundargerð hér.

Útvarpssendingar nást ekki í Héðinsfjarðargöngum.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Timinn.is/ritstjórn.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is