Kosningaþátttaka í Eyjafirði minnst í Fjallabyggð, 24,17%


Eyfirðingar voru misjafnlega duglegir
að mæta á kjörstað og taka þátt kosningu til stjórnlagaþings sl.
laugardag. Í Eyjafirði var kjörsóknin best í Eyjafjarðarsveit eða 37,2%
en minnst var hún í Fjallabyggð, 24,17%. Í Svalbarðsstrandarhreppi var
kjörsókn 34,9% í Hörgársveit 33,2% og í Grýtubakkahreppi 29,4%.

 

Kjörsókn á Akureyri náði ekki 30% eins og fram hefur komið en þar var
kjörsókn 29,31%. Kosningaþátttaka á landinu öllu var 36,77%, alls kusu
83.576 en á kjörskrá voru 232.374. Í einstökum kjördæmum landsins var
kosningaþátttakan minnst í Suðurkjördæmi, eða 29,2% og næst minnst í
Norðausturkjördæmi, 30,46%. Í Norðurvesturkjördæmi var kosningaþátttakan
32,71% en mest var þátttakan í Reykjavík-suður, eða 41,15%.

Landkjörstjórn mun á morgun birta tilkynningu um hvenær þess er að vænta að talningu ljúki og úrslit verða birt.

Frá kjörfundinum á Siglufirði.

[Þessi
frétt birtist upphaflega á
http://vikudagur.is/?m=news&f=viewItem&id=7155
29.11. 2010, kl. 18.01; önnur mynd er þó notuð hér.]

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is


Texti: Vikudagur
| vikudagur@vikudagur.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is