Kosið um núverandi fræðslustefnu


Íbúakosning um núverandi fræðslustefnu Fjallabyggðar fer fram í dag, laugardaginn 14. apríl 2018. Alls eru 1.596 á kjörskrá, á Siglufirði 955 og í Ólafsfirði 641. Íbúakosningin er staðarkosning í tveimur kjördeildum, annars vegar í Ráðhúsi Fjallabyggðar og hins vegar í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Hægt er að kjósa á milli kl. 10.00 og 20.00. Utanatkvæðagreiðslu lauk í gær.

Spurt er:
 Vilt þú að stefnan haldi gildi sínu?Valkostir eru:

  • 
Já, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05. 2017 haldi gildi sínu.


  • Nei, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05. 2017 verði felld úr gildi og fyrri fræðslustefna frá 17.03. 2009 taki gildi á ný.

Atkvæði verða talin að loknum kjörfundi og niðurstaðan birt á heimasíðu Fjallabyggðar.

Mynd: Úr safni.
Texti: Fjallabyggð.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is