Konukvöld 16. júní


Blakfélögin í Fjallabyggð – Hyrnan,
Súlur og Dífur – hafa lagt út í það stóra verkefni að koma upp
strandblakvelli á lóðinni hjá Rauðkutorgi. Konukvöld þann 16. júní
næstkomandi er liður í fjáröflun til styrktar strandblakvellinum.

Í dag,
föstudaginn 10. júní, og á morgun, laugardaginn 11. júní, verða
blakarar undir styrkri stjórn Karls Sigurðssonar landsliðsþjálfara í
strandblaki á námskeiði á nýja vellinum. Á sunnudagsmorgun ljúka þeir
síðan námskeiðinu með skemmtilegri keppni.

Hér er nánari uppýsingar að finna.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is