Kökubasar á morgun


Hinn árlegi kökubasar foreldrafélags Leikskála verður haldinn á morgun,
fimmtudaginn 24. mars, á skrifstofu KS við Suðurgötu og hefst kl. 13.00.

Eflaust verður þar fjöldinn allur af gómsætum varningi, svo nú er bara
um að gera að líta þar inn og versla og styrkja um leið krílin í bænum.

Skyldi ein svona verða á boðstólum á morgun?

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is